Hollendingarnir í góðum málum eftir sigur í Róm

Leikmenn AZ fagna marki gegn Feyenoord í febrúar.
Leikmenn AZ fagna marki gegn Feyenoord í febrúar. AFP/Ed van de Pol

Hollenska liðið AZ Alkmaar vann góðan útisigur, 2:1, á ítalska liðinu Lazio í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Pedro, fyrrverandi leikmaður Barcelona og Chelsea sem dæmi, kom Lazio yfir á 18. mínútu en Vangelis Pavlidis jafnaði metin í blálok fyrri hálfleiks. Það var svo Milos Kerkez sem skoraði sigurmark AZ á 62. mínútu.

AZ er því í góðum málum fyrir seinni leik liðanna sem fer fram í Hollandi þann 16. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert