Bayern München er búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla með því að leggja París SG að velli, 2:0, í 16-liða úrslitum. Bæjarar unnu einvígið þar með 3:0.
Í kvöld kom kamerúnski framherjinn Eric-Maxim Choupo-Moting heimamönnum yfir eftir rétt rúmlega klukkutíma leik, gegn sínum gömlu félögum í PSG.
Serge Gnabry innsiglaði svo sigurinn á 90. mínútu.
Draumur PSG um að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins verður því einmitt það enn um sinn: draumur.