Dagur lék í Meistaradeildinni

Leikmenn Orlando City ganga af velli eftir leikinn í Mexíkó …
Leikmenn Orlando City ganga af velli eftir leikinn í Mexíkó í nótt. AFP/Julio Cesar Aguilar

Dagur Dan Þórhallsson lék í nótt í fyrsta skipti í Meistaradeild Norður- og Mið-Ameríku í fótbolta þegar hann fór með bandaríska liðinu Orlando City til Mexíkó.

Orlando gerði þar markalaust jafntefli við Tigres í fyrri viðureign liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar og Dagur kom inn á sem varamaður á 75. mínútu leiksins.

Fjögur bandarísk lið eru á meðal sextán þátttökuliða í keppninni en fimm úr MLS-deildinni því þar er einnig lið Vancouver Whitecaps frá Kanada. Auk fjögurra liða frá Mexíkó leika í 16-liða úrslitunum lið frá Haiti, Hondúras, Kostaríka, El Salvador og Panama.

Ríkjandi meistari er Seattle Sounders frá Bandaríkjunum sem vann UNAM frá Mexíkó í úrslitaleiknum á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert