Lífstíðarbann fyrir að ráðast á dómara

Ahmed Al-Saleh.
Ahmed Al-Saleh.

Ahmed Al-Saleh, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Sýrlands í knattspyrnu, hefur verið úrskurðaður í lífstíðarbann af knattspyrnusambandi landsins vegna framkomu sinnar í leik síðasta föstudag.

Al-Saleh missti stjórn á sér eftir að hafa verið rekinn af velli í leik með liði sínu, Al-Jaish, gegn Al-Wathba í sýrlensku deildinni. Hann réðst á dómara leiksins, sparkaði í hann og hrækti á hann auk þess að úthúða honum.

Leikmenn beggja liða þurftu að ganga á milli og halda varnarmanninum en samkvæmt knattspyrnusambandinu hélt hann áfram að formæla dómaranum eftir leikinn.

Al-Saleh er 33 ára gamall og var reyndasti leikmaðurinn í síðasta landsliðshópi Sýrlendinga en hann lék sinn 56. landsleik gegn Oman þann 30. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert