Englendingnum Scott Parker hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Club Brugge í Belgíu.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Club Brugge féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir tap gegn Benfica í gær, samanlagt 7:1.
Parker tók við þjálfun liðsins í desember á síðasta ári en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki undir hans stjórn og tapað tíu.
Club Brugge, sem er ríkjandi meistari, er 19 stigum á eftir toppliði Genk í belgísku A-deildinni en Parker stýrði áður Bournemouth áður en hann tók við Club Brugge.