Fyrsta markalausa jafnteflið í fimm og hálft ár

Cristian Romero og Olivier Giroud eigast við í gærkvöldi.
Cristian Romero og Olivier Giroud eigast við í gærkvöldi. AFP/Justin Tallis

Tottenham Hotspur féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli sínum, Tottenham Hotspur-vellinum, gegn AC Milan.

AC Milan hafði unnið fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum í Mílanó, 1:0, og einvígið því samanlagt 1:0.

Markalausa jafnteflið í gær var sérstaklega athyglisvert því Tottenham hafði fyrir það ekki tekið þátt í markalausum leik á heimavelli síðan í september árið 2017, eða fyrir fimm og hálfu ári síðan.

Síðast gerðist það á Wembley í ensku úrvalsdeildinni þegar Tottenham og Swansea City auðnaðist hvorugu að skora.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert