Tottenham Hotspur féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli sínum, Tottenham Hotspur-vellinum, gegn AC Milan.
AC Milan hafði unnið fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum í Mílanó, 1:0, og einvígið því samanlagt 1:0.
Markalausa jafnteflið í gær var sérstaklega athyglisvert því Tottenham hafði fyrir það ekki tekið þátt í markalausum leik á heimavelli síðan í september árið 2017, eða fyrir fimm og hálfu ári síðan.
Síðast gerðist það á Wembley í ensku úrvalsdeildinni þegar Tottenham og Swansea City auðnaðist hvorugu að skora.
147 - Tottenham 0-0 Milan has ended Spurs' run of 147 consecutive home games in all competitions without a goalless draw, since a 0-0 against Swansea at Wembley in the Premier League in September 2017 (5 years and 173 days ago). Drab. pic.twitter.com/pnRC5R64kn
— OptaJoe (@OptaJoe) March 8, 2023