Pogba ekki í hóp vegna agabrots

Það hefur lítið gengið upp hjá Paul Pogba á tímabilinu …
Það hefur lítið gengið upp hjá Paul Pogba á tímabilinu til á Ítalíu. AFP/Marco Bertorello

Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba verður fjarri góðu gamni þegar lið hans Juventus tekur á móti Freiburg í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Tórínó á Ítalíu í kvöld.

Sky SPorts greinir frá því að Pogba hafi brotið agareglur félagsins og verði því í agabanni í kvöld.

Pogba, sem er 29 ára gamall, gekk til liðs við Juventus á frjálsri sölu frá Manchester United síðasta sumar en hann hefur verið mikið meiddur.

Pogba hefur aðeins leikið tvo leiki með liðinu á tímabilinu, gegn Torino í lok febrúar og gegn Roma um nýliðna helgi, en hann kom inn á sem varamaður í báðum þeirra.

Hann átti að vera í leikmannahóp liðsins í kvöld en mætti of seint þegar liðið kom saman í gærkvöldi fyrir leikinn mikilvæga í kvöld og verður því utan hóps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert