Bayern á toppinn

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern. mbl.is/Kristinn Magnússon

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í heimasigri Bayern München á Duisberg, 4:0, í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inná á 78. mínútu leiksins en markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á bekknum. 

Bayern er í fyrsta sæti deildarinnar með 37 stig, einu meira en Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar í Wolfsburg, sem eiga þó leik til góða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert