Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði þrennu í stórsigri Breda á Maastricht, 4:1, í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld.
Elías kom Breda yfir á 21. mínútu. Hann bætti við sínu öðru marki undir lok fyrri hálfleiksins og kom Breda í 3:1. Keflvíkingurinn fullkomnaði síðan þrennu sína á 86. mínútu leiksins, 4:1.
Þetta eru fyrstu mörk Elíasar fyrir Breda síðan hann kom til félagsins frá Nimes í Frakklandi. Félagið er í sjöunda sæti B-deildarinnar með 43 stig.
Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði eina mark Jong Ajax í stóru tapi fyrir Eindhoven, 1:5, í kvöld. Jong Ajax er í 17. sæti deildarinnar með 28 stig.