Dortmund missteig sig

Jude Bellingham svekktur eftir leikinn í dag.
Jude Bellingham svekktur eftir leikinn í dag. AFP/Ina Fassbender

Dortmund missteig sig í titilbaráttunni er liðið gerði jafntefli við Schalke, 2:2, í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 

Nico Schlotterbeck kom Dortmund yfir á 38. mínútu leiksins en Marius Bütler jafnaði metin á 50. mínútu, 1:1.

Raphaël Guerreiro kom Dortmund afar í forystuna á 60. mínútu en á 78. mínútu jafnaði Kenan Karaman metin fyrir Schalke á nýjan leik. 

Dortmund er með 50 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir Bayern München. Schalke er í næstneðsta sæti með 20 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert