Napolí með 18 stiga forystu

Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia fer sífellt á kostum fyrir Napolí.
Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia fer sífellt á kostum fyrir Napolí. AFP/Filippo Monteforte

Napolí vann þægilegan heimasigur á Atalanta, 2:0, í stórleik umferðarinnar í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 

Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia kom heimamönnum yfir á 60. mínútu leiksins og Amir Rrahmani innsiglaði sigur Napolí-manna á 77. mínútu. 

Napolí er nú með 18 stiga forskot á toppi deildarinnar með 68 stig, en Inter Mílanó er í öðru sæti með 50. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert