Davíð og félagar úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Davíð Kristján Ólafsson í leik með íslenska landsliðinu.
Davíð Kristján Ólafsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mjallby hafði betur gegn Kalmar í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum sænska bikarsins í knattspyrnu í dag.

Davíð Kristján Ólafsson lék allar 120 mínúturnar í leiknum en tók ekki vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingunni en að lokum var það Ivan Kricak sem tryggði Mjallby sigurinn úr sjöttu vítaspyrnu liðsins.

Mjallby er því komið í undanúrslit en Kalmar er úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert