Gott gengi Genoa heldur áfram

Albert Guðmundsson í leik með Genoa.
Albert Guðmundsson í leik með Genoa. Ljósmynd/Skjáskot Twitter Sportlive

Genoa vann góðan heimasigur á Ternana, 1:0, í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Albert Guðmundsson lék fyrstu 80. mínúturnar fyrir Genoa en það var Milan Badelj sem skoraði sigurmark leiksins á 13. mínútu.

Genoa er í öðru sæti deildarinnar með 53 stig eftir 29 leiki. Liðið er þremur stigum á undan Bari sem er í þriðja sæti og níu stigum á eftir Frosinone sem er í afar góðum málum á toppi deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert