Íslendingaliðin skildu jöfn – Dagur lagði upp

Dagur Dan Þórhallsson í treyju Orlando.
Dagur Dan Þórhallsson í treyju Orlando. Ljósmynd/Orlando City

DC United og Orlando City skildu jöfn, 1:1, í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt.

Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn og lagði upp mark Orlando en Guðlaugur Victor Pálsson var allan tímann á varamannabekk DC. 

Það var Duncan McGuire sem kom Orlando yfir á 53. mínútu eftir undirbúning Dags en Christopher Durkin jafnaði metin á 80. mínútu. 

Eftir þrjár umferðir er Orlando með fimm stig en DC fjögur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert