Íslendingarnir allt í öllu í frábærum sigri

Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk í dag.
Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lyngby vann frábæran útisigur, 3:1, á Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en þeir Kolbeinn Birgir Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Alfreð Finnbogason voru allir í byrjunarliði liðsins. Elías Rafn Ólafsson var varamarkvörður Midtjylland.

Sævar kom Lyngby yfir á 16. mínútu leiksins en Aral Simsir jafnaði fyrir heimamenn á 57. mínútu. Þegar rúmlega 10 mínútur voru til leiksloka bætti Sævar svo við öðru marki sínu, eftir undirbúning Kolbeins. Á 83. mínútu fékk Júnior Brumado svo að líta sitt seinna gula spjald í liði Midtjylland og skömmu síðar gulltryggði Frederik Gytkjær sigurinn, eftir undirbúning Alfreðs.

Alfreð og Sævar fóru svo af velli á 90. mínútu en Kolbeinn lék allan leikinn.

Þrátt fyrir sigurinn er Lyngby enn á botni deildarinnar. Liðið er með 15 stig, líkt og AaB frá Álaborg, en bæði lið eru sjö stigum á eftir Horsens sem er næsta lið fyrir ofan. Lyngby hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu 19 leikjum sínum á tímabilinu.

Alfreð Finnbogason lagði upp mark í dag.
Alfreð Finnbogason lagði upp mark í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert