Jamaíka, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, tapaði í gærkvöldi fyrir Trínidad & Tóbagó í vináttulandsleik í knattspyrnu en leikið var í Montego Bay á Jamaíku.
Bæði lið léku án sinna þekktustu leikmanna enda var leikurinn ekki spilaður í opinberu landsleikjahléi.
Það var Reon Moore sem gerði sigurmark leiksins, 1:0, á 67. mínútu. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld og þá verður leikið í Kingston, höfuðborg Jamaíku.