Lagði upp í tapi gegn Villa

Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark í dag.
Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark West Ham í tapi gegn Aston Villa, 2:1, á heimavelli í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu.

Dagný byrjaði leikinn á bekknum en Rachel Daly kom Villa yfir í fyrri hálfleik. Dagný kom svo inn á í hálfleik en á 57. mínútu tvöfaldaði Jordan Nobbs forystu gestanna. Á 79. mínútu lagði Dagný svo upp mark fyrir Viviane Asseyi en nær komst West Ham ekki og stigin þrjú fóru því til Villa.

West Ham er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig eftir 15 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert