Rúnar Alex Rúnarsson stóð allan leikinn í marki Alanyaspor í tapi á útivelli gegn Ankaragücü, 2:0, í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Rúnar hefur verið fastamaður í liði Alanyaspor á tímabilinu en hann kom engum vörnum við í dag. Það voru þeir Ali Sowe og Milson sem skoruðu mörk Ankaragücü í sitt hvorum hálfleiknum.
Alanyaspor er í 11. sæti deildarinnar með 28 stig eftir 24 leiki, fimm stigum frá fallsæti.