Skagamaðurinn maður leiksins í sigri

Hákon Arnar átti frábæran leik í dag.
Hákon Arnar átti frábæran leik í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FC Köbenhavn vann góðan útisigur á Horsens, 4:1, í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Anders Jacobsen kom Horsens yfir strax á annarri mínútu leiksins en Denis Vavro jafnaði á þeirri 48. mínútu. Fjórum mínútum síðar var svo komið að Hákoni Arnari Haraldssyni en hann kom Köbenhavn yfir. Hann lagði svo upp þriðja markið fyrir Jordan Larsson tveimur mínútum síðar en Elias Jelert gerði svo endanlega út um leikinn með fjórða markinu í uppbótartíma.

Hákon fór af velli á 73. mínútu leiksins en Ísak Bergmann Jóhannesson sat allan tímann á varamannabekk liðsins. Aron Sigurðarson kom inná sem varamaður á 63. mínútu í liði Horsens.

Köbenhavn er í öðru sæti deildarinnar með 39 stig, stigi á eftir toppliði Nordsjælland. Horsens er í 10. sæti með 22 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert