Wolfsburg á toppnum eftir þægilegan sigur

Sveindís Jane Jónsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu.
Sveindís Jane Jónsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Wolfsburg er á toppi þýsku úrsvalsdeildar kvenna í knattspyrnu en liðið vann þægilegan sigur á Leverkusen í dag, 4:1.

Wolfsburg komst í 4:0 í leiknum en Leverkusen minnkaði muninn í uppbótartíma. Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á varamannabekk Wolfsburg í leiknum en kom inná í stöðunni 3:0 þegar tæplega 20 mínútur voru til leiksloka.

Wolfsburg er með 39 stig á toppnum, tveimur stigum meira en Bayern München. Þau lið eru í algjörum sérflokki í deildinni en Hoffenheim er í þriðja sæti með 29 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert