Börsungar halda sínu striki

Raphinha fagnar marki sínu í gærkvöldi.
Raphinha fagnar marki sínu í gærkvöldi. AFP/Ander Gillenea

Barcelona endurheimti níu stiga forskot sitt á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu karla með því að vinna Athletic Bilbao með minnsta mun, 1:0, í gærkvöldi.

Brasilíski vængmaðurinn Raphinha skoraði sigurmarkið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd unnu á laugardaginn 3:1-sigur á Espanyol en Börsungar slá hvergi slöku við og og hafa unnið átta af síðustu níu deildarleikjum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert