Pogba meiddist þegar hann tók aukaspyrnu

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP/Filippo Monteforte

Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba meiddist á æfingasvæði Juventus á dögunum þegar hann var að æfa sig í því að taka aukaspyrnur.

Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, greindi frá þessu í gær eftir leik Juventus og Sampdoria í ítölsku A-deildinni en hann verður að öllum líkindum frá keppni í mánuð vegna meiðslanna.

Pogba, sem er 29 ára gamall, var ekki í leikmannahóp liðsins í gær vegna meiðslanna en hann var í agabanni þegar Juventus vann 1:0-sigur gegn Freiburg í Tórínó í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Pogba gekk til liðs við Juventus á frjálsri sölu síðasta sumar eftir sex ár í herbúðum Manchester United en hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum með Juventus á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert