Fyrirliðinn missir af leiknum gegn Real Madrid

Jordan Henderson er að glíma við veikindi.
Jordan Henderson er að glíma við veikindi. AFP/Glyn Kirk

Jordan Henderson, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, missir af síðari viðureign liðsins gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer í Madríd.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Henderson, sem er 32 ára gamall, ferðaðist ekki með liðinu til Spánar í dag vegna veikinda.

Real Madrid leiðir 5:2 í einvíginu en Liverpool komst í 2:0 í leiknum áður en Real Madrid svaraði með fimm mörkum í röð.

Róðurinn verður því þungur fyrir enska liðið á morgun þegar liðin mætast en Liverpool hefur ekki gengið vel á tímabilinu og situr sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 42 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert