Haaland jafnaði markametið

Erling Haaland fagnar fjórða marki sínu í kvöld ásamt John …
Erling Haaland fagnar fjórða marki sínu í kvöld ásamt John Stones á Etihad-leikvanginum. AFP/Oli Scarff

Norðmaðurinn Erling Haaland jafnaði í kvöld markametið í einum leik í Meistaradeild karla í fótbolta þegar Manchester City tók á móti RB Leipzig í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum.

Þegar Haaland var skipt af velli á 63. mínútu hafði hann þegar skorað fimm mörk í leiknum en staðan var þá 6:0. Hann skoraði á 22., 24., 45., 54. og 57. mínútu leiksins.

Aðeins tveir leikmenn hafa áður skorað fimm mörk í leik í Meistaradeild karla. Lionel Messi skoraði fimm mörk fyrir Barcelona í 7:1-sigri gegn Bayer Leverkusen frá Þýskalandi árið 2014 og Luiz Adriano skoraði fimm mörk fyrir úkraínska liðið Shakhtar Donetsk þegar það sigraði BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, 7:0, árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert