Inter Mílanó í átta liða úrslitin

Romelu Lukaku skoraði sigurmark Inter Mílanó í fyrri leiknum.
Romelu Lukaku skoraði sigurmark Inter Mílanó í fyrri leiknum. AFP/Andreas Solaro

Inter Mílanó er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Porto í Portúgal í kvöld.

Fyrri leik liðanna lauk með 1:0-sigri Inter á Ítalíu þar sem Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið á 86. mínútu.

Inter verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin ásamt Bayern München, Benfica, Chelsea, AC Milan og Manchester City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert