Þrír íslenskir í liði umferðarinnar

Sævar Atli Magnússon skoraði tvívegis fyrir Lyngby.
Sævar Atli Magnússon skoraði tvívegis fyrir Lyngby. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingar settu talsverðan svip á 21. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um síðustu helgi, svo mjög að þrír þeirra eru í úrvalsliði umferðarinnar á vefsíðu deildarinnar.

Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Lyngby í óvæntum útisigri á Midtjylland, 3:1, og Kolbein Birgir Finnsson lagði annað þeirra upp, og þeir eru báðir í úrvalsliðinu.

Þar er líka Hákon Arnar Haraldsson sem skoraði eitt af mörkum Köbenhavn sem vann Horsens á útivelli, 4:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert