Patrik Sigurður Gunnarsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið útnefndur besti leikmaður Viking frá Stafangri á tímabilinu 2022.
Patrik, sem er 22 ára gamall, var lykilmaður í liði Viking á síðasta tímabili þegar hann lék 28 af 30 leikjum þess í norsku úrvalsdeildinni og alla sex leiki liðsins í undankeppni Sambandsdeildar UEFA.
Hafnaði Viking í 11. sæti af 16 liðum í deildinni.
Hann á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd og er einn þriggja markvarða sem eru í landsliðshópnum fyrir leiki gegn Bosníu og Hersegóvínu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum.
Patrik Gunnarsson (2000) is player of year 2022 at Viking Stavanger in Norway. Congrats 🇮🇸🇳🇴🏆👌 pic.twitter.com/EOO1NIYAOT
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) March 16, 2023