Manchester United er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir sigur á Real Betis, 1:0, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar á Spáni í kvöld.
United vann fyrri leikinn á Old Trafford, 4:1, og sigraði því samanlagt 5:1 í einvíginu.
Staðan var markalaus í hálfleik en Marcus Rashford kom Manchester United yfir á 56. mínútu með glæsilegu skoti af 20 metra færi, rétt eftir að hann hafði klúðrað dauðafæri. Það reyndist sigurmarkið.
Feyenoord burstaði Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, 7:1, og vann einvígið 8:2.
Sevilla komst áfram þrátt fyrir tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi, 1:0. Sevilla vann heimaleikinn 2:0.
Juventus vann Freiburg 2:0 í Þýskalandi og einvígið þar með 3:0.
Seinni fjórir leikirnir hefjast klukkan 20.00.