Al-Arabi vann sannfærandi sigur á Al-Sailiya í efstu deild í knattspyrnu í Katar í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn í liði Al-Arabi sem lenti undir í leiknum en sneri taflinu við og vann að lokum öruggan sigur.
Al-Arabi er á toppi deildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, stigi meira en Al-Duhail, sem á þó tvo leiki til góða og hefur því góðan möguleika á að ná toppsætinu aftur.