Bayern München vann góðan útisigur á Köln, 5:0, í þýsku 1. deild kvenna í fótbolta í dag.
Öll fimm mörk Bæjara komu í fyrri hálfleik. Glódís Perla Viggósdóttir lék að vanda allan leikinn í hjarta varnarinnar en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á 53. mínútu. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í hóp.
Bayern er í öðru sæti deildarinnar með 40 stig, tveimur á eftir toppliði Wolfsburg.