Orri Steinn Óskarsson tryggði SönderjyskE stig gegn Nyköbing í dönsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Leiknum lauk með 1:1 jafntefli á heimavelli SönderjyskE. Orri Steinn kom inná í byrjun seinni hálfleiksins þegar Nyköbing leiddi með einu marki. Ungi framherjinn nýtti hinsvegar tækifærið og jafnaði metin á 84. mínútu.
Atli Barkarson lék allan leikinn í liði SönderjyskE sem er með 35 stig í fjórða sæti.