Willum Þór Willumsson sneri aftur eftir meiðsli og skoraði sigurmark Go Ahead Eagles í útisigri á Utrecht, 2:1, í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Willum hefur verið frá vegna meiðsla undanfarið en hann kom inná sem varamaður á 65. mínútu í dag. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hann svo sigurmark leiksins.
Go Ahead Eagles eru í 11. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 25 leiki. Liðið er níu stigum frá fallsæti og níu stigum frá umspilssæti fyrir Sambandsdeildina.