Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, fór af velli eftir aðeins 16 mínútur í leik Lyngby og Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Samkvæmt heimildarmanni mbl.is á velli Lyngby fékk Sævar þungt höfuðhögg og skurð á höfuðið.
Sævar Atli er í landsliðshópnum fyrir leikina gegn Bosníu og Liechtenstein á fimmtudag og sunnudag en ekki liggur fyrir hvort hann þurfi að draga sig úr hópnum.
Lyngby var yfir í hálfleik, 1:0, í lykilleik liðanna í fallbaráttunni og Alfreð Finnbogason skoraði markið á 24. mínútu.