Þýska liðið Bayern München lagði enska liðið Arsenal, 1:0, á Allianz-Arena í München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvennaknattspyrnunni í kvöld.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern en það var Lea Schüller sem skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í leikmannahópi Bayern í leiknum en sátu allan leikinn á varamannabekknum.
Liðin mætast öðru sinni í seinni leiknum í Lundúnum þann 29. mars næstkomandi.