Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, hefur dregið sig úr norska landsliðshópnum fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í vikunni.
Haaland meiddist á nára í 6:0-sigri á Burnley í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar um liðna helgi, þar sem hann skoraði þrennu.
Því getur Haaland ekki tekið þátt í leikjum Noregs gegn Spáni og Georgíu í A-riðli undankeppninnar.
„Erling tók því þunglega þegar hann áttaði sig á því að hann gæti ekki barist fyrir liðið.
Sem betur er gnægð sjálfstrausts, hæfileika og samheldni innan þessa hóps svo honum sé unnt að vinna sér inn stig í næstu leikjum,“ sagði Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, í samtali við heimasíðu norska knattspyrnusambandsins.
Haaland hefur skorað 21 mark í 23 A-landsleikjum fyrir Noreg og því er mikið skarð fyrir skildi.