Morata nýr fyrirliði Spánar

Alvaro Morata fagnar marki sínu gegn Þýskalandi á HM í …
Alvaro Morata fagnar marki sínu gegn Þýskalandi á HM í Katar í nóvember. AFP/Javier Soriano

Framherjinn Alvaro Morata, leikmaður Atlético Madrid, hefur verið valinn fyrirliði spænska landsliðsins í fótbolta, af nýja þjálfara sínum Luis de la Fuente. 

Miðjumaðurinn frækni Sergio Busquets var fyrirliði Spánverja á heimsmeistaramótinu í Katar í lok síðasta árs en eftir það lagði hann landsliðsskóna á hilluna og nýjan fyrirliða þurfti að velja. 

Morata var fyrir valinu en hann á að baki 61 leik með spænska landsliðinu og er reynslumesti leikmaðurinn í hópnum. Dani Carvajal, bakvörður Real Madrid, var gerður að varafyrirliða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert