Þriggja ára bann fyrir kynþáttaníð

Vinícius Júnior verður mjög reglulega fyrir kynþáttaníði af hendi stuðningsmanna …
Vinícius Júnior verður mjög reglulega fyrir kynþáttaníði af hendi stuðningsmanna andstæðinga Real Madríd. AFP/Josep Lago

Spænska knattspyrnufélagið Mallorca hefur fellt ársmiða stuðningsmanns síns úr gildi í þrjú ár eftir að hann gerðist í tvígang uppvís að kynþáttaníði í garð leikmanna andstæðinga karlaliðsins.

Í febrúar síðastliðnum birtist myndskeið af manninum ásamt nokkrum stuðningsmönnum Mallorca til viðbótar þar sem þeir kalla Vinícius Júnior, vængmann Real Madríd, apa eftir 1:0-sigur Mallorca á Spánarmeisturunum í 1. deildinni þar í landi.

Tveimur vikum eftir þann leik sást til sama manns beita Samuel Chukwueze, vængmann Villarreal, kynþáttaníði.

Afréð Mallorca því að úrskurða hann í þriggja ára bann frá leikjum liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert