Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er í liði umferðarinnar í Meistaradeildinni hjá vefmiðlinum Sofascore.
Glódís Perla átti frábæran leik fyrir Bayern München gegn Arsenal í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar sem fram fór á Allianz Arena í München á þriðjudaginn.
Miðvörðurinn fékk 8,4 í einkunn hjá miðlinum fyrir frammistöðu sína en aðeins Camelia Ceaser, markvörður Roma, og Caroline Hansen, leikmaður Barcelona fengu hærri einkunn en Glódís.
Ceaser fékk 9 í einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Barcelona og Hansen fékk 8,6 í einkunn.
🌍 | Team of the Week
— Sofascore (@SofascoreINT) March 23, 2023
First week of the 2022/23 UEFA Women's Champions League knockout stage is behind us, so it's now time for our TOTW! 👇
There were many standout performances across the board, with none more impressive than Camelia Ceasar, our Player of the Week. 🌟#UWCL pic.twitter.com/X98c7WqCRr