Landsliðsfyrirliðinn ein sú besta í Meistaradeildinni

Glódís Perla Viggósdóttir skallar boltann frá marki Bayern í leiknum …
Glódís Perla Viggósdóttir skallar boltann frá marki Bayern í leiknum gegn Arsenal. AFP/Christof Stache

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er í liði umferðarinnar í Meistaradeildinni hjá vefmiðlinum Sofascore.

Glódís Perla átti frábæran leik fyrir Bayern München gegn Arsenal í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar sem fram fór á Allianz Arena í München á þriðjudaginn.

Miðvörðurinn fékk 8,4 í einkunn hjá miðlinum fyrir frammistöðu sína en aðeins Camelia Ceaser, markvörður Roma, og Caroline Hansen, leikmaður Barcelona fengu hærri einkunn en Glódís.

Ceaser fékk 9 í einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Barcelona og Hansen fékk 8,6 í einkunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert