Portúgal fer vel af stað í riðli Íslands, J-riðlinum, í undankeppni EM karla í fótbolta. Portúgalska liðið vann heimasigur á Liechtenstein, 4:0, í kvöld.
Stórstjarnan Cristiano Ronaldo, sem er nú orðinn leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar með 197 leiki, einum meira en Bader Al-Mutawa sem lék 196 leiki fyrir Kúveit, skoraði tvö mörk í leiknum.
Ásamt honum skoruðu Joao Cancelo og Bernardo Silva mörk Portúgals.
Einu góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið í kvöld eru þær að Slóvakar misstigu sig á heimavelli er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Lúxemborg.
Á sunnudaginn mætir Ísland Liechtenstein á útivelli, Bosnía sækir Slóvakíu heim og Lúxemborg fær Portúgal í heimsókn.
Staðan í riðlinum eftir fyrstu umferð:
1. Portúgal - 3 stig
2. Bosnía - 3 stig
3. Lúxemborg - 1 stig
4. Slóvakía - 1 stig
5. Ísland - 0 stig
6. Liechtenstein - 0 stig.