Lionel Messi skoraði 800. mark sitt á ferlinum fyrir félagslið og landslið er hann innsiglaði 2:0-sigur Argentínu á Panama í vináttulandsleik í nótt.
Messi hefur nú skorað 99 mörk fyrir argentínska landsliðið, 692 fyrir Barcelona og 29 fyrir París Saint-Germain, þar sem hann leikur nú.
Eins og Messi er von og vísa var 800. markið einkar glæsilegt, beint úr aukaspyrnu og má sjá það hér:
What a way to score your 800th career goal 🤩🎯 pic.twitter.com/KCmkNkZfxJ
— Get Football (@GetFootballEU) March 24, 2023