Svíþjóðarmeistarar Rosengård gerðu jafntefli, 1:1, við Piteå í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag.
Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í vörn Rosengård og því hefur lítið breyst frá síðasta tímabili. Svíinn Loreta Kullashi kom Rosengård yfir á 50. mínútu en landi hennar Hanna Andersson jafnaði metin fyrir Piteå á 85. mínútu.
Þetta var fyrsti leikur tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni og því sitja liðin saman á toppnum með sitthvort stigið.