Scott McTominay, leikmaður Manchester United, skoraði tvö mörk í þægilegum heimasigri Skotlands á Kýpur, 3:0, í undankeppni EM í fótbolta í dag.
John McGinn, leikmaður Aston Villa, kom Skotum yfir á 21. mínútu en McTominay bætti tveimur við undir lok leiks.
Skotar eru í riðli með Spáni, Noregi Georgíu og Kýpur en Spánverjar og Norðmenn leika í kvöld.