Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði annað mark Juventus í útisigri liðsins, á Inter Mílanó, 3:1, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.
Sara lék allan leikinn á miðri miðju Juventus og skoraði á 69. mínútu. Anna Björk Kristjánsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Inter.
Juventus er í öðru sæti með 46 stig, fimm minni en Roma á toppnum. Inter er sæti neðar með 35 stig.