Skoraði tvö í frumraun sinni 32 ára

Spánverjinn Gavi og Norðmaðurinn Alexander Sörloth ræða málin.
Spánverjinn Gavi og Norðmaðurinn Alexander Sörloth ræða málin. AFP/Cristina Quiclear

Spánn vann þægilegan sigur, 3:0, á Noregi í undankeppni EM í fótbolta á Estadio La Rosaleda í kvöld. 

Norðmaðurinn Erling Haaland er meiddur og tók því ekki þátt í leiknum í kvöld.

Dani Olmo, leikmaður RB Leipzig, kom Spánverjum yfir á 13. mínútu. Það var síðan varamaðurinn Joselu, 32 ára gamall framherji Espanyol, sem skoraði tvö mörk á tveimur mínútum, í sínum fyrsta landsleik. 

Spánverjar og Skotar leiða A-riðilinn með þrjú stig. 

Öll úrslit dagsins:

A-riðill

Skotland - Kýpur 3:0
Spánn - Noregur 3:0

D-riðill

Armenía - Tyrkland 1:2
Króatía - Wales 1:1

I-riðill 

Hvíta-Rússland - Sviss 0:5
Ísrael - Kosovo 1:1
Andorra - Rúmenía 0:2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert