Orlando City vann góðan útisigur á Philadelphia Union, 2:1, í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt.
Martin Ojeda og Ivan Angulo skoruðu mörk Orlando í leiknum en bæði komu þau á fyrstu 10 mínútum leiksins.
Dagur Dan Þórhallsson byrjaði á varamannabekk Orlando en kom inná á 85. mínútu.
Orlando hefur byrjað tímabilið ágætlega en liðið er í fjórða sæti austurdeildarinnar með átta stig eftir fimm leiki.