Karlalið Argentínu í knattspyrnu var heiðrað af stuðningsmönnum liðsins fyrir vináttulandsleik Argentínu og Panama sem fram fór í Buenas Aires í síðustu viku.
Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Argentína lagði Frakkland að velli í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik HM 2022 í Katar í desember.
Alls voru rúmlega 83.000 stuðningsmenn Argentínu mættir á leikinn til þess að heiðra hetjurnar frá HM en stemningin á Mas Monumental-vellinum í Buenas Aires var vægast sagt rafmögnuð.
Leikmenn liðsins áttu erfitt með að halda aftur af tárunum þegar stuðningsmenn liðsins sungu fjöldasöng og hafa margir birt myndband af stemningunni og talað um stuðningsmenn Argentínu sem þá bestu í heiminum.
Incredible what football can do !! https://t.co/S7a1gl5m1J
— Peter Crouch (@petercrouch) March 24, 2023