Hin hálfíslenska María Þórisdóttir, leikmaður Manchester United og norska landsliðsins í knattspyrnu, missir af heimsmeistaramótinu í sumar vegna meiðsla á fæti.
Manchester United tilkynnti í dag að hún myndi ekki leika meira með félaginu á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
María er 29 ára gömul og leikur sem varnarmaður, en hún hefur leikið með norska A-landsliðinu frá árinu 2015 og spilað 66 landsleiki. Hún er dóttir Þóris Hergeirssonar frá Selfossi, hins sigursæla þjálfara norska kvennalandsliðsins í handknattleik.