Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar tapaði einni milljón evra í póker á netinu á dögunum en hann var með beint streymi frá viðburðinum.
Það samsvarar tæplega 150 milljónum íslenskra króna en Neymar, sem er 31 árs gamall, er samningsbundinn stórliði París SG í Frakklandi.
Hann þénar í kringum 957.000 pund á viku og er því ágætlega vel stæður en hann er á meðal launahæstu knattspyrnumanna heims.
Neymar hefur verið orðaður við brottför frá París SG að undanförnu þar sem félagið er sagt vilja losna við hann en franska félagið borgaði Barcelona 200 milljónir punda fyrir hann, sumarið 2017, og er hann dýrasti knattspyrnumaður heims í dag.
Neymar's reaction after losing 1 million euros in an online poker game last night! pic.twitter.com/0Iv6McYf5f
— Lepicky (@LepickyOfficial) March 30, 2023