Árni Vilhjálmsson lék fyrri hálfleikinn með Zalgiris Vilnius í þægilegum heimasigri á Suduva, 4:0, í litháísku A-deildinni í fótbolta í dag.
Árni skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 39. mínútu leiksins. Honum var skipt af velli í upphafi seinni hálfleiks. Zalgiris er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig að loknum fimm leikjum.
Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn með OFI Krít og nældi sér í gult spjald á 75. mínútu er liðið lagði Giannina, 1:0, á útivelli í umspili neðri hlutans í grísku úrvalsdeildinni í dag.
OFI er í öðru sæti umspils neðri hlutans, þremur stigum á eftir Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Atromitos.