Barcelona lagði Elche á útivelli, 4:0, í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Þeir Ansu Fati, Ferran Torres og Robert Lewandowski skorðu mörk Barcelona en sá síðastnefndi skoraði tvívegis.
Real Madrid leikur á morgun gegn Real Valladolid og getur minnkað forskot Barcelona á toppnum niður í tólf stig. Ellefu umferðum er ólokið og því þarf Real Madrid kraftaverk til að Barcelona verði af spænska meistaratitlinum.